Flýtilyklar
Fréttir
28.01.2025
Kári Gautason framlengir út 2027
Kári Gautason skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Kári sem er nýorðinn 21 árs kom af miklum krafti inn í meistaraflokkslið KA síðasta sumar og vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína
Lesa meira
24.01.2025
Erlingur og Hrefna hlutu heiðursviðurkenningu ÍBA
Erlingur Kristjánsson og Hrefna Brynjólfsdóttir hlutu heiðursviðurkenningu ÍBA fyrir framlag sitt til KA á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi
Lesa meira
24.01.2025
Alex og Sandra íþróttafólk Akureyrar 2024
Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA og Sandra María Jessen knattspyrnukona úr Þór/KA voru í gær kjörin íþróttafólk Akureyrar árið 2024. Þetta er annað árið í röð sem Sandra María er kjörin en í fyrsta skiptið sem Alex hlýtur þennan heiður
Lesa meira
22.01.2025
Hákon Atli framlengir út 2026
Hákon Atli Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Hákon sem er tvítugur er uppalinn hjá KA og lék sína fyrstu keppnisleiki fyrir meistaraflokk á nýliðnu sumri
Lesa meira
21.01.2025
Andri Fannar framlengir út 2025
Andri Fannar Stefánsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA út sumarið 2025. Andri sem er 33 ára gamall miðjumaður er uppalinn hjá KA og hefur hann nú leikið 182 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir KA og gert í þeim 12 mörk
Lesa meira
16.01.2025
Bríet Fjóla skrifar undir tveggja ára samning við Þór/KA
Bríet Fjóla Bjarnadóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Þór/KA en Bríet sem er nýorðin 15 ára gömul hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar leikið 21 meistaraflokksleik, þar af 15 í Bestu deildinni
Lesa meira
14.01.2025
Markús Máni skrifar undir út 2027
Markús Máni Pétursson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA sem gildir út árið 2027. Markús sem er 18 ára miðvörður er gríðarlega efnilegur og spennandi leikmaður sem er að koma uppúr yngriflokkunum og verður gaman að fylgjast með honum taka næstu skref
Lesa meira
13.01.2025
Bikarmeistarar KA lið ársins - Haddi þjálfari ársins
Bikarmeistarar KA í knattspyrnu eru lið ársins hjá KA árið 2024 en þetta var tilkynnt á 97 ára afmælisfögnuði félagsins í gær. Á sama tíma var Hallgrímur Jónasson þjálfari liðsins valinn þjálfari ársins
Lesa meira
12.01.2025
Alex Cambray íþróttakarl KA árið 2024
Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA var í dag kjörinn íþróttakarl KA fyrir árið 2024. Annar í kjörinu var knattspyrnumaðurinn Hans Viktor Guðmundsson og þriðji var handknattleiksmaðurinn Daði Jónsson
Lesa meira
11.01.2025
Tilnefningar til liðs ársins hjá KA 2024
Sjö lið eru tilnefnd til liðs ársins hjá KA á árinu 2024 en þetta verður í fimmta skiptið sem verðlaun fyrir lið ársins verða veitt. Margir glæsilegir sigrar unnust á árinu sem nú er liðið og bættust við fjölmargir titlar bæði hjá meistaraflokksliðum okkar sem og yngriflokkum
Lesa meira