Tilnefningar til Böggubikars drengja 2024

Böggubikarinn verður afhendur í ellefta skiptið í ár en hann er veittur bæði dreng og stúlku sem þykja efnileg í sinni grein en eru ekki síður sterk félagslega. Böggubikarinn verður afhentur á 97 ára afmælishátíð KA sunnudaginn 12. janúar klukkan 17:00
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakonu KA 2024

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmæli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Við það tilefni verður íþróttakona KA árið 2024 kjörin en í þetta skiptið eru fjórar glæsilegar íþróttakonur tilnefndir frá deildum félagsins
Lesa meira

Tilnefningar til íþróttakarls KA 2024

Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmæli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Við það tilefni verður íþróttakarl KA árið 2024 kjörinn en í þetta skiptið eru fimm aðilar tilnefndir frá deildum félagsins
Lesa meira

Bikarinn: Handboltinn fékk Aftureldingu, blakið BFH

Dregið var í bikarkeppnum karla og kvenna í handbolta og blaki í dag en í handboltanum var karlalið KA í pottinum er dregið var í 8-liða úrslit Powerade bikarsins og í blakinu voru karla- og kvennalið KA í pottinum auk KA Splæsis er dregið var í 16-liða úrslit Kjörísbikarsins
Lesa meira

Auður, Sóldís og Þórhildur í 4. sæti í Færeyjum

U19 ára landslið kvenna í blaki lék á NEVZA móti í Færeyjum síðustu daga. KA átti þrjá fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir, Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir og Þórhildur Lilja Einarsdóttir
Lesa meira

KA á 7 fulltrúa í U17 landsliðum BLÍ

KA á 7 fulltrúa í U17 ára landsliðum BLÍ sem taka þátt í NEVZA sem fram fer í Danmörku
Lesa meira

Happdrætti blakdeildar KA - 95 vinningar!

Blakdeild KA stendur fyrir glæsilegu happdrætti þessa dagana. Alls eru 95 vinningar í pottinum og ljóst að líkur á vinning eru ansi miklar! Heildarverðmæti vinninga eru samtals 1.320.433 krónur sem er einnig ansi veglegt
Lesa meira

"Vonumst til að sjá ykkur sem flest um helgina"

Blakveisla vetrarins hefst um helgina með þremur heimaleikjum en á laugardaginn tekur karlalið KA móti Vestra kl. 15:00 og stelpurnar okkar mæta svo Álftanesi kl. 17:30. Á sunnudeginum taka strákarnir loks á móti Íslandsmeisturum Hamars klukkan 14:00
Lesa meira

Stelpurnar eru klárar fyrir veturinn!

Blakveislan hefst með látum á morgun, laugardag, þegar stelpurnar okkar mæta Aftureldingu í keppni Meistara Meistaranna kl. 16:00 að Varmá. Stelpurnar okkar eru heldur betur klárar í slaginn og tókum við púlsinn á þeim Amelíu Ýr og Lovísu Rut fyrir fyrsta leik tímabilsins
Lesa meira

Frábær frammistaða KA á Íslandsmóti í strandblaki

KA hélt Íslandsmót í strandblaki helgina 17.-18. ágúst í Kjarnaskógi. Mikið var um dýrðir og stóðu leikmenn og iðkendur KA uppi sem sigurvegarar í fimm deildum á mótinu
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is