Aðalfundur KA og deilda félagsins

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl næstkomandi í KA-Heimilinu klukkan 20:00. Við hvetjum alla félagsmenn KA óháð deildum að sækja fundinn og taka þátt í starfi félagsins enda snertir aðalfundurinn allt starf innan KA
Lesa meira

Heimaleikur gegn Völsung á morgun

KA tekur á móti Völsung annaðkvöld, miðvikudag, klukkan 20:15 í úrvalsdeild kvenna í blaki. Stelpurnar unnu frækinn 3-0 sigur á Aftureldingu í síðasta leik sem færði liðið skrefi nær Deildarmeistaratitlinum en KA og Afturelding eru langefst í deildinni
Lesa meira

Dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins

Dregið var í undanúrslit Kjörísbikarsins í blaki í dag og voru karla- og kvennalið KA að sjálfsögðu í pottinum. Bikarúrslitahelgin er í raun stærsti punkturinn á blaktímabilinu og algjörlega frábært að bæði okkar lið taki þátt í þeirri veislu
Lesa meira

Stórkostlegur sigur KA í toppslagnum

KA vann heldur betur glæsilegan og mikilvægan 3-0 sigur á Aftureldingu í uppgjöri toppliða úrvalsdeildar kvenna í blaki í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn og langefst í deildinni en KA lagði Aftureldingu í Mosfellsbænum og Afturelding vann sigur í KA-Heimilinu fyrr í vetur en það eru einu töp liðanna í deildinni
Lesa meira

Deildarmeistaratitillinn í húfi á föstudag!

KA og Afturelding hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið í blaki kvenna í vetur en þau eru jöfn á toppi deildarinnar fyrir lokasprettinn. Liðin hafa mæst tvívegis í vetur og unnið sitthvorn leikinn en það eru einmitt einu töp liðanna í vetur
Lesa meira

12 frá KA á landsliðsæfingum BLÍ

Landsliðsverkefnin eru farin á fullt hjá Blaksambandi Íslands eftir langa covid pásu og um nýliðna helgi æfðu A-landslið karla og kvenna auk U21 liðs kvenna og U22 liðs karla á Norðurlandi. Alls átti KA 12 fulltrúa á æfingunum sem heppnuðust afar vel
Lesa meira

Brynjar Ingi íþróttakarl Akureyrar 2021

Íþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir glæsilegu hófi í kvöld þar sem íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2021 voru valin. Alls áttu KA, KA/Þór og Þór/KA sjö fulltrúa í kjörinu og var Brynjar Ingi Bjarnason knattspyrnumaður kjörinn íþróttakarl Akureyrar
Lesa meira

Íþróttafólk Akureyrar valið á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir vali á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021 sem fer fram á morgun, fimmtudag. Vegna covid aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk Akureyrar er heiðrað
Lesa meira

Tveir góðir sigrar fyrir austan

Karla- og kvennalið KA í blaki sóttu Þrótt Fjarðabyggð heim í gær en baráttan í úrvalsdeildum karla og kvenna er gríðarlega hörð og ljóst að tveir hörkuleikir voru framundan. Karlarnir hófu leikinn og var mikil spenna í fyrstu hrinu, KA leiddi en heimamenn voru aldrei langt undan
Lesa meira

Engir áhorfendur á leik KA og Álftanes

KA leikur sinn fyrsta leik á nýju ári í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld er liðið tekur á móti Álftanes klukkan 20:15. KA er í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og alveg ljóst að stelpurnar eru staðráðnar í að sækja þrjú mikilvæg stig í leik kvöldsins
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is