Flýtilyklar
25.03.2025
Góður árangur KA keppenda í júdó á Vormóti JSÍ
Keppendur frá KA stóðu sig með prýði á nýafstöðnu Vormóti JSÍ sem haldið var hér á Akureyri. Félagið átti sex keppendur á mótinu sem allir náðu mjög góðum árangri í sínum flokkum. Nokkrir keppendanna kepptu í sínum fyrstu mótum og lögðu góðan grunn að frekari framförum í íþróttinni.
Lesa meira
17.03.2025
Aðalfundir deilda KA á næsta leiti
Aðalfundir deilda KA eru á næsta leiti og hvetjum við félagsmenn til að sækja fundina. Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram 19. febrúar og er nú komið að öðrum deildum félagsins
Lesa meira
11.01.2025
Tilnefningar til þjálfara ársins 2024
Sjö frábærir þjálfarar eru tilnefndir til þjálfara hjá KA fyrir árið 2024. Þetta verður í fimmta skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins. Þjálfarar félagsins skipa lykilhlutverk í okkar starfi og erum við ákaflega heppin að eiga fjölmargar fyrirmyndarþjálfara innan okkar raða
Lesa meira
09.01.2025
Tilnefningar til Böggubikars stúlkna 2024
Böggubikarinn verður afhendur í ellefta skiptið í ár en hann er veittur bæði dreng og stúlku sem þykja efnileg í sinni grein en eru ekki síður sterk félagslega. Böggubikarinn verður afhentur á 97 ára afmælishátíð KA sunnudaginn 12. janúar klukkan 17:00
Lesa meira
09.01.2025
Tilnefningar til Böggubikars drengja 2024
Böggubikarinn verður afhendur í ellefta skiptið í ár en hann er veittur bæði dreng og stúlku sem þykja efnileg í sinni grein en eru ekki síður sterk félagslega. Böggubikarinn verður afhentur á 97 ára afmælishátíð KA sunnudaginn 12. janúar klukkan 17:00
Lesa meira
07.01.2025
Tilnefningar til íþróttakarls KA 2024
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmæli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Við það tilefni verður íþróttakarl KA árið 2024 kjörinn en í þetta skiptið eru fimm aðilar tilnefndir frá deildum félagsins
Lesa meira
14.08.2024
Nýr þjálfari hjá Júdódeild KA - Eirini Fytrou
Við hjá Júdódeild KA erum spennt að tilkynna að Eirini Fytrou mun taka við sem nýr aðalþjálfari Júdódeildar KA. Eirini kemur frá Grikklandi og er með yfir 30 ára reynslu í júdó. Hún býr yfir mikilli þekkingu, færni og ástríðu fyrir íþróttinni.
Eirini er þjálfari sem trúir því að allt byrji með því að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Hún leggur ómældan metnað í nemendur sína og hefur sérstaka hæfileika til að hjálpa þeim að ná sínum besta mögulega árangri.
Lesa meira
01.05.2024
Unnar Þorgilsson í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó
KA maðurinn Unnar Þorgilsson lenti í þriðja sæti á Íslandsmóti fullorðinna í júdó um síðustu helgi en hann keppti í -81kg. flokki. Unnar er gríðarlega öflugur keppnismaður sem sýnir sig með þessum frábæra árangri. Innilega til hamingju með árangurinn Unnar !
Lesa meira
19.04.2024
Aðalfundir deilda KA á næsta leiti
Aðalfundir deilda KA eru á næsta leiti og hvetjum við félagsmenn til að sækja fundina. Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram 12. febrúar og er nú komið að öðrum deildum félagsins.
Lesa meira
14.04.2024
Þröstur Leó Íslandsmeistari í júdó
Þröstur Leó Sigurðsson gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í U15 ára um helgina. Þröstur sem hefur æft af kappi í vetur sigraði allar sínar viðureignir á Ippon. KA fór með tíu manna keppnishóp á Íslandsmótið og náði hópurinn frábærum árangri
Lesa meira