Flýtilyklar
29.11.2021
Auður og Rakel æfðu með U17 á Húsavík
Stúlknalandslið Íslands í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri kom saman til æfinga á Húsavík um helgina en framundan er undankeppni fyrir Evrópumótið í desember. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir
Lesa meira
24.11.2021
Landsbankinn framlengir við blakdeild KA
Landsbankinn og blakdeild KA framlengdu á dögunum styrktarsamning sinn til næstu tveggja ára. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl blakdeildar sem og annarra deilda félagsins og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem skiptir sköpum í okkar metnaðarfulla starfi
Lesa meira
01.11.2021
Líf og fjör á fyrirtækjamóti KA í blaki
Blakdeild KA stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki í KA-Heimilinu á föstudaginn þar sem stórglæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Fjölmörg fyrirtæki sendu lið til leiks á mótið þar sem gleðin var í fyrirrúmi enda getustig leikmanna ansi misjafnt og aðalatriðið að hrista hópinn vel saman
Lesa meira
31.10.2021
Jóna valin best í liði Íslands á NEVZA
Norðurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliðunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi
Lesa meira
29.10.2021
Heilmikið um að vera um helgina
Það er nóg um að vera um helgina eins og svo oft áður hjá okkur í KA um helgina og má með sanni segja að aðstaðan sem félagið býr yfir er nýtt til fulls
Lesa meira
27.10.2021
Fimm frá KA á NEVZA með U19
Blakdeild KA á alls fimm fulltrúa í U19 ára landsliðum Íslands sem keppa á NEVZA Norðurlandamótunum sem fara fram í Rovaniemi í Finnlandi um helgina. Hópurinn lagði af stað í dag og keppnin hefst svo á föstudag
Lesa meira
20.10.2021
Stelpurnar í U17 sóttu gull til Danmerkur
Amelía Ýr Sigurðardóttir og liðsfélagar hennar í U17 ára landsliði Íslands í blaki gerðu sér lítið fyrir og sóttu gull á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku sem lauk í dag. Á mótinu léku auk Íslands lið Danmerkur, Noregs og Færeyja
Lesa meira
13.10.2021
Stórkostlegur sigur í toppslagnum
KA sótti Íslandsmeistara Aftureldingar heim í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld en fyrir leikinn voru liðin jöfn á toppnum með fullt hús stiga. Afturelding hafði ekki tapað hrinu til þessa og ljóst að verkefnið yrði ansi krefjandi
Lesa meira
13.10.2021
Toppslagur í Mosfellsbænum í kvöld
Það er heldur betur toppslagur í úrvalsdeild kvenna í blaki í kvöld þegar KA sækir Íslandsmeistara Aftureldingar heim. Liðin eru jöfn á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins og ljóst að það verður hart barist að Varmá kl. 20:00
Lesa meira
11.10.2021
Amelía Ýr í lokahóp U17 landsliðsins
U17 ára stúlknalandslið Íslands í blaki leikur á næstu dögum á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. KA á einn fulltrúa í lokahópnum en það er hún Amelía Ýr Sigurðardóttir. Amelía sem leikur í stöðu uppspilara hefur hefur sýnt gríðarlegar framfarir á undanförnum árum og á tækifærið svo sannarlega skilið
Lesa meira