Sex fulltrúar KA í æfingahópum U19

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U19 ára landsliða Íslands í blaki sem æfa um helgina að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir langa Covid pásu er landsliðsstarfið farið aftur á fullt og munu hóparnir aftur æfa dagana 27.-29. ágúst næstkomandi hér á Akureyri
Lesa meira

Skemmtimót KA í strandblaki á fimmtudaginn

Blakdeild KA stendur fyrir skemmtimóti í strandblaki á fimmtudaginn, 15. júlí, og má reikna með miklu fjöri á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi. Fyrirkomulagið er að spilað verður í kynjaskiptum deildum þar sem liðunum verður raðað í deildir eftir styrkleika
Lesa meira

Strandblaksæfingar hefjast 5. júlí

Blakdeild KA verður með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir U12 og U14/U16 ára hópa í júlí og ágúst. Strandblaksæfingarnar hafa slegið í gegn undanfarin ár og ljóst að það ætti enginn að láta þetta framtak framhjá sér fara
Lesa meira

Lexi í úrvalsliðinu og KA með bestu umgjörðina

Alexander Arnar Þórisson var valinn í úrvalslið Mizunodeildar karla á nýafstöðnu blaktímabili. Blaksambandið kemur að valinu en Lexi lék að vanda lykilhlutverk í liði KA sem endaði í 2. sæti Íslandsmótsins og er afar vel að heiðrinum kominn
Lesa meira

Flottur árangur KA á Íslandsmóti yngriflokka

Um helgina fór fram Íslandsmót yngriflokka í blaki en keppt var á Neskaupstað. Keppt var í þremur aldursflokkum og tefldi KA fram liðum í öllum flokkum og sendi alls fjögur lið til keppni
Lesa meira

Strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

KA tekur á móti Hamar í síðasta heimaleik vetrarins í blakinu í kvöld en þetta er önnur viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hamar vann fyrri leikinn og ljóst að KA þarf að sigra í kvöld til að tryggja hreinan úrslitaleik um titilinn
Lesa meira

Strandblaksæfingar hefjast 1. júní

Eins og undanfarin ár verður Blakdeild KA með skemmtilegar strandblaksæfingar fyrir öfluga krakka í sumar. Paula del Olmo stýrir æfingunum sem hafa slegið í gegn á síðustu árum og ljóst að það verður enginn svikinn af fjörinu í sandinum í Kjarnaskógi
Lesa meira

Héraðsmót í blaki á morgun

Það verður mikið líf í KA-Heimilinu á morgun, mánudaginn 24. maí, þegar Héraðsmót í blaki fer fram. Þar munu krakkar frá 8 til 12 ára aldurs leika listir sínar og verður afar gaman að sjá þessa öflugu framtíðarleikmenn spreita sig
Lesa meira

KA í lokaúrslit eftir frábæran sigur

KA tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla með frábærum 1-3 útisigri á HK í öðrum leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. KA hafði unnið fyrri leik liðanna 3-1 í KA-Heimilinu og gat því með sigri klárað einvígið í kvöld
Lesa meira

KA vann fyrri leikinn (myndaveisla)

KA tók á móti HK í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla í KA-Heimilinu í gær. Liðin voru hnífjöfn í vetur og enduðu í 2. og 3. sæti deildarinnar og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð en liðin hafa barist grimmt um helstu titlana undanfarin ár
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is