Flýtilyklar
24.03.2018
Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason
Lesa meira
21.03.2018
Vormót fullorðinna í júdó í KA-Heimilinu á laugardaginn
Vormót Júdósamband Íslands í flokki fullorðinna verður haldið næsta laugardag í KA-Heimilinu. Mótið hefst klukkan 10:00 og mótslok áætluð uppúr hádegi. Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu
Lesa meira
19.03.2018
Höddi Magg veislustjóri á Herrakvöldi KA
Herrar mínir og herrar! Hið margfræga Herrakvöld KA er laugardaginn 24 mars og verður Höddi Magg veislustjóri. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson, það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!
Lesa meira
18.03.2018
Herrakvöld KA 24. mars
Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Búið er að tilkynna að Guðjón Þórðarson verður ræðumaður á kvöldinu en nú er komið að því að tilkynna þann næsta. Það verður enginn annar en hin magnaða kempa Valdimar Grímsson!
Lesa meira
14.03.2018
Herrakvöld KA 24. mars
Herrakvöld KA verður haldið laugardagskvöldið 24. mars næstkomandi í KA-Heimilinu. Ræðumaður kvöldsins verður enginn annar en Guðjón Þórðarson en í ár eru 30 ár frá ráðningu hans sem þjálfari knattspyrnuliðs KA
Lesa meira
19.02.2018
Afmælismót JSÍ
Afmælismót JSÍ í yngri flokkum (U13/U15/U18/U21) var haldið í dag laugardaginn 17. febrúar. Mótið var afar fjölmennt og stóð frá kl. 10 til rúmlega 15. Það sáust margar glæsilegar viðureignir okkar lið stóð sig vel utan vallar sem innan.
Hér má sjá keppendur og árangur KA manna:
Berenika BERNAT (U18 63kg Gull og U21 63kg Gull)
Hekla PÁLSDÓTTIR (U18 70kg Gull og U21 70kg Gull)
Gylfi EDDUSON (U18 -50kg Silfur)
Baldur GUÐMUNDSSON (U18-55kg Silfur)
Birkir BERGSVEINSSON (U15 -46kg Silfur)
Árni ARNARSSON (U18-60kg Silfur)
Kristín GUÐJÓNSDÓTTIR (U18 21kg Brons)
Snæbjörn BLISCHKE (U15 73kg 4. sæti)
Lesa meira
08.02.2018
Alexander keppir á Danish Open
Alexander Heiðarsson mun halda til Danmerkur á morgun þar sem hann mun taka þátt í Opna danska meistaramótinu í júdó. Hann fer til Danmerkur ásamt fimm öðrum landsliðsmönnum á vegum Júdósambands Íslands en keppir einn fyrir KA. Mótið er feiknar sterkt. Mótherjar hans eru ekki aðeins sterkustu júdómenn Skandinavíu heldur einnig Hollands og Bretlandseyja. Alexander keppir í flokki fullorðinna í -60kg á laugardeginum og á sunnudaginn keppir hann í undir 21 árs einnig í -60 kg. en sjálfur er hann 17 ára. Að móti loknu dvelur hann í æfingabúðum fram á miðvikudag.
Sýnt verður beint frá mótinu og verður slóðina að finna á netinu á laugardaginn. Mótið fer fram í Vejle.
Hér er slóðin þar sem finna má útsendinguna: https://www.facebook.com/MatsumaeCup.DanishOpen/
http://danishopenjudo.dk/
Lesa meira
31.01.2018
Þrjú brons á RIG 2018
KA menn gerðu góða ferð á Reykjavíkurleikana. Þeir Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson og Karl Stefánsson nældu sér í brons. Íslendingar fengu samtals tvö silfur og sjö brons á leikunum þannig að árangur okkar manna er góður. Við óskum þeim til hamingju.
Lesa meira
26.01.2018
WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES
WOW REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES er nú í fullum gangi. Keppni í JÚDÓ hefst laugardaginn 27. janúar kl.10 í Laugardagshöll. Sýnt verður frá keppninni á ríkissjónvarpinu kl. 14:30.
Á Reykjavíkurleikana koma afar sterkir þátttakendur frá fjölmörgum löndum og í ár koma keppendur frá Tékklandi, Frakklandi, Bretlandi, Póllandi, og auðvitað frá Norðurlöndunum. Margir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi, bæði heims og Ólympíumeistarar og í fyrra var fyrrum Evrópumeistari, Marcus Nyman á meðal þátttakenda. Í ár hafa erlendir keppendur aldrei verið fleiri og jafnari og verða allir okkar bestu judo menn og konur á meðal þátttakenda. Daginn eftir mót verður haldin sameiginleg æfing með öllum keppendum sem Petr Lacina landsliðsþjálfari Tékka mun stjórna en hann er þjálfari eins þekktasta judo manns heims Lukas Krpalek, Evrópu, heims og Ólympíumeistara. Ásamt Petr hafa umsjón með æfingunni landsliðsþjálfarar Íslands (u18, u21 og seniora) þau Anna Soffía Víkingsdóttir, Hermann Ragnar Unnarsson og Jón Þór Þórarinsson.
Keppendur frá KA eru Adam Brands Þórarinsson, Alexander Heiðarsson, Arnar Þór Björnsson, Dofri Vikar Bragason, Edda Ósk Tómasdóttir, Hekla Dís Pálsdóttir og Karl Stefánsson
Lesa meira
24.01.2018
Íþróttamaður Akureyrar
Alexander Heiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild KA urðu í þriðja sæti í kjöri til Íþróttamanns og Íþróttakonu Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í kvöld. Þá var Sandra Stephany Mayor valin íþróttakon Akureyrar.
Um það var samið þegar júdófólk úr Íþróttafélaginu Draupni gengu inn í KA s.l. sumar að Draupnir mundi tilnefna til Íþróttamanns Akureyrar vegna 2017 og er það skýringin á þessu fyrirkomulagi.
Anna Soffía gat ekki verið viðstödd en Edda Ósk tók við viðurkenningum fyrir hennar hönd.
Við óskum Alexander og Önnu Soffíu innilega til hamingju.
Lesa meira